Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að hagtölur eftir landsvæðum - 387 svör fundust
Niðurstöður

Geta háskólar í Skotlandi krafið Íslendinga um hærri skólagjöld af því að Ísland er ekki í Evrópusambandinu heldur aðeins aðili að EES-samningnum?

Stutta svarið er já. Aðilum að EES-samningnum er heimilt að mismuna námsmönnum eftir ríkisfangi, hafi þeir gert það fyrir gildistöku samningsins einnig. Um þetta var samið í sérstakri bókun við EES-samninginn. Aðildarríki Evrópusambandsins mega á hinn bóginn ekki innheimta hærri skólagjöld af ríkisborgurum annarra...

Mun áfengisverð lækka ef við göngum í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess. Núgildandi íslenskar reglur um álögur á áfengi eru í samræmi við reglur Evrópusambandsins og mundi áfengisverð því ekki lækka af þeim sökum. Þá eru allar líkur taldar á því að Ísland gæti samið um að viðhalda ríkiseinkasölu á áfengi, á grundvelli fordæma sem gefin voru í aðildarvið...

Þurfum við að hætta að veiða hvali ef við göngum í ESB?

Hvalveiðar heyra undir umhverfismál hjá Evrópusambandinu og eru bannaðar samkvæmt svonefndri vistgerðartilskipun. Hið sama gildir um viðskipti með hvalaafurðir innan sambandsins. Nær öll aðildarríkin eru hlynnt banninu og ekkert þeirra stundar hvalveiðar. Það væri því ólíklegt að Ísland fengi undaþágu frá því bann...

Eru Króatar heppileg viðbót við Evrópusambandið?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Má segja að núverandi viðhorf í Króatíu til hernaðar og þjóðernishreinsana falli vel að sögu og menningu Evrópu á 20. öld og að Króatar séu því heppileg viðbót í Evrópusambandið? Saga Evrópu á 20. öld er mörkuð djúpum sporum sundrungar, átaka og blóðsúthellinga og þar er...

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrönn Ólína Jörundsdóttir rannsakað?

Hrönn Ólína Jörundsdóttir er sviðsstjóri Mæliþjónustu og rannsóknarinnviða hjá Matís. Hún er með doktorsgráðu frá Stokkhólmsháskóla í umhverfisefnafræði og hefur sérhæft sig í rannsóknum á mengun í umhverfi og mat. Hún hefur stundað fjölbreyttar rannsóknir á mismunandi mengun, meðal annars á málmum og þungmálmum í...

Hver er stefna ESB í sambandi við launamun kynjanna?

Reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu er ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins og nær aftur til ársins 1957 þegar hún varð hluti af Rómarsáttmálanum. Allt frá því reglan var staðfest fyrir dómstól Evrópusambandsins á áttunda áratug síðustu aldar (mál 43/75) og fyrsta tilskipunin um launajafnrétti kynjanna (nr....

Í hvaða málaflokkum skerti Lissabon-sáttmálinn neitunarvald aðildarríkja ESB?

Milli 1958 og 1965 þurfti einróma samþykki allra aðildarríkja EBE, sex að tölu, við nær allar ákvarðanir. Mikil stækkun sambandsins síðan hefur ýtt undir kröfur um aukna skilvirkni í ákvarðanatöku stofnana. Tillögur um atkvæðagreiðslur með auknum meirihluta í stað neitunarvalds hafa þó iðulega verið umdeildar og n...

Hvernig hefur sjávarútvegsstefna ESB þróast í tímans rás?

Fyrstu tillögurnar að sameiginlegri stefnu í sjávarútvegsmálum voru settar fram árið 1968 og mótaðar að fyrirmynd sameiginlegu landbúnaðarstefnunar. Miklar deilur ríktu um mótun stefnunnar á árunum 1976-1983 en lausn deilnanna fólst að hluta til í innleiðingu reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika. Árin 1992 og 2...

Hvenær og hvernig var gjaldmiðlum ESB-ríkja skipt út fyrir evru?

Í janúar árið 1999 hófst þriðji og síðasti áfangi efnahags- og myntbandalagsins með formlegum hætti. Sameiginlegur gjaldmiðill, evran (€), var þá tekinn upp sem opinber gjaldmiðill í þeim ríkjum ESB sem uppfylltu svonefnd Maastricht-skilyrði. Leiðin sem farin var við upptöku evrunnar, Madríd-leiðin, dregur nafn si...

Gætum við tekið upp dönsku krónuna í staðinn fyrir evruna?

Já, Ísland gæti tekið upp dönsku krónuna í stað evru. Tenging við eða upptaka dönsku krónunnar yrði þó að vera einhliða af hálfu Íslands, án sérstaks samráðs við dönsk stjórnvöld, sökum þátttöku Danmerkur í evrópska gengissamstarfinu. Þetta er vegna þess að Evrópusambandið leggst gegn því að utanaðkomandi ríki tak...

Þarf að vera nákvæm innihaldslýsing á efnum í vefnaðarvöru sem seld er á EES-svæðinu? Ef já, hversu nákvæm þarf hún að vera?

Á Íslandi gilda sömu reglur og í Evrópusambandinu um innihaldslýsingu vefnaðarvara. Þær kveða meðal annars á um hvaða vefnaðarvara megi bera hvaða heiti, í hvaða röð textíltrefjar skuli taldar upp og hvenær þurfi að taka fram upplýsingar um hlutfall tiltekinna trefja miðað við þyngd vöru. – Tilgangur reglnanna er ...

Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?

Skipting þurrlendis jarðar í heimsálfur er ekki náttúrulögmál heldur eingöngu hugmyndir manna sem hafa þróast öldum saman og tekið breytingum í takt við breytingar á heimsmyndinni. Eins og með önnur mannanna verk er þessi skipting langt frá því að vera óumdeild. Það er ekki aðeins deilt um það hvar mörk á milli he...

Er það rétt að Evrópusambandið standi í vegi fyrir 20% endurgreiðslu fyrir kvikmyndaframleiðslu?

Í stuttu máli er svarið nei. Endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu er vinsæl aðferð úti í heimi til að laða að erlenda framleiðendur, meðal annars í ríkjum Evrópusambandsins. Endurgreiðslur sem þessar eru ríkisaðstoð. Almennt séð er ríkisaðstoð talin geta raskað samkeppni á mar...

Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?

Það veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands við ESB hvernig reglur um fjárfestingar ESB-borgara á Íslandi mundu breytast með aðild Íslands að sambandinu. Líklegt má þó telja að innganga Íslands í ESB mundi leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir regluverk sem heimilar ekki hömlur af okkar hálfu á fr...

Hvað er Borgarafrumkvæði Evrópu (ECI) og hvaða breytingar mun það hafa í för með sér?

Með Lissabon-sáttmálanum tóku gildi ákvæði um svonefnt Borgarafrumkvæði Evrópu (European Citizen Initiative; ECI). Samkvæmt þeim getur ein milljón ríkisborgara ESB frá í það minnsta sjö aðildarríkjum sambandsins óskað eftir því við framkvæmdastjórn þess að hún leggi fram, innan ramma valdheimilda sinna, hvers kona...

Leita aftur: